miðvikudagur, ágúst 16, 2006

Besta auglýsing allra tíma

Eftir að löngum og farsælum ferli í auglýsingaheiminum lauk hef ég verið að taka saman og meta það sem hæst hefur borið í faginu frá öndverðu. Tilgangurinn: Að finna bestu auglýsingu í heimi. Ég hef gefið mér góðan tíma til að fara yfir allt það efni sem liggur fyrir á vídeóspólum og dvd, ég hef setið við flettingar í þjóðarbókhlöðunni og heimsótt auglýsingasöfn austan hafs og vestan. Að þessari vinnu lokinni tók við strangt ferli þar sem ég setti upp ákveðna kríteríu til að hjálpa mér að finna þá bestu. Mest legg ég upp úr því að hugmyndin sé góð en einnig tek ég tillit til gæða á úrvinnslu. Þá hef ég í huga þá þumalputtareglu sem ég lærði af breskum auglýsingamógúl að tónlist er 50% af handritinu. Þegar allt var vegið og metið þá stóðu nokkur hundruð sjónvarpsauglýsingar eftir, mikið frá Nike, Guinness og Apple, auk annarra. Þessar auglýsingar voru þá bornar saman tvær og tvær í einu uns aðeins ein stóð eftir.

Nú er þessari vinnu lokið og birtist afraksturinn hér. Gjörið svo vel. Besta auglýsing í heimi:


Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Kannski málið að tryggja sér umboðið fyrir Super Timor á Íslandi. Værirðu fáanlegur til að lesa þulartextann?

ks

12:31 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home