fimmtudagur, ágúst 31, 2006

Fin LÍN

Á morgun lýkur viðskiptum mínum við Lánasjóð íslenskra námsmanna. Farið hefur fé betra. Hmm...eða ekki?

Minningar sem tengjast LÍN:
Ég fékk ávísanahefti í Búnaðarbankanum Austurstræti og skrifaði grimmt.
Ávísanahefti stolið úr jakkavasa hjá mér á 22. Í kjölfarið voru gefnar út nokkrar ávísanir og ég kallaður til yfirheyrslu með réttarstöðu grunaðs manns.
Gunnar Birgisson byrjaði sinn pólitíska feril í stjórn LÍN. Um skeið var hann ímynd alls hins versta. En í dag....hmmm.

Fórum á Factotum hátíðarsýninguna í gær. Góð mynd, en hvernig í ósköpunum stendur á því að kvikmyndahúsin þurfa að troða sinni kvikmyndahátíð beint ofan í þessa einu sönnu 'official' kvikmyndahátíð í Reykjavík. Mér finnst gott hjá þeim að hafa skemmtilega hátíð, en hvers vegna ekki á vorin? Er verið að reyna að óverdósa mann? Vekja með manni ógeð á alvöru bíómyndum svo maður þiggi ruslið með þökkum hina ellefu mánuði ársins?

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home