fimmtudagur, ágúst 24, 2006

Dylan væntanlegur

Modern times diskurinn kemur út 29. ágúst. Maður veit svo sem ekki við hverju á að búast. Best að hafa væntingarnar í hófi. Ég vona líka að dagurinn sjálfur, næsti þriðjudagur, verði tíðindaminni en útgáfudagur síðustu plötu, sem kom út 11. september 2001.

UPDATE UPDATE
Tónlistartímaritið Uncut gefur disknum fullt hús, eða fimm stjörnur. Það verður æ erfiðara að stilla af væntingarnar.

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Hugsaðu þér ef það væri þannig að slík ódæðisverk væru skipulögð með tilliti til útgáfudaga Dylans. Það væri hræðilega mikill kostnaður.
En að öðru ertu enn með sama tölvupóstfang. Ég var að reyna að senda þér bréf um daginn en fékk það alltaf aftur í höfuðið.

Bestu kveðjur
HEM

5:12 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home