miðvikudagur, ágúst 23, 2006

Kalt vatn og erlent berg

Tvö fögur og skemmtileg orðatiltæki sem hafa komið fram í samræðum í morgun eru 'af erlendu bergi brotin' og 'renna kalt vatn milli skinns og hörunds'. Þetta finnst mér vera ákaflega eftirsóknarverð og myndrík notkun á íslensku máli. Þannig er sá sem er brotinn af erlendu bergi ekki ólíkur okkur sjálfum, enda er grjót grjót, hvort sem er í fjöru eða fjalli. Þeir sem hafa farið í ískalda sturtu, eða smellt sér undir foss í lækjarsprænu á hálendinu geta ímyndað sér að kalt vatn rynni milli skinns og hörunds. Og þannig tilfinningu getur ógnvænleg hugsun eða uppákoma kallað fram, eins og þegar ég las á mbl.is um það hver verður formaður fjárlaganefndar.

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home