Að mikla fyrir sér
Er það leti? Doði? Ómennska? Hvað veldur því að fólk byggir sér eldhúsinnréttingu og hendir öllu draslinu skipulagslaust inn í hana og býr við það í meira en hálft ár?
Sunnudagurinn fór í það að bæta úr þessu. Er það vel. Nú er allt á sínum stað. Fullt af ónauðsynlegum, ljótum, gagnslausum og apakattarlegum hlutum fóru í tunnuna, eitthvað fer upp á loft og annað annað. Voru þetta mistök? Hefðum við til dæmis átt að sýna smá þolinmæði og snilli og bjóða draslið upp á Ebay? Kannski allt í heilu lagi. '65 kilos of useless and ugly kitchen stuff from Reynimelur Reykjavik, Iceland.' Bidding starts at $2,5!
Hver veit. Sagan mun dæma okkur.
Nú er að hefjast loka-undirbúningur fyrir óvænta og smekklausa uppákomu í lok vikunnar. Þeir sem vilja vera með geta sent mér póst.
Í lokin er rétta að geta þess að villtur lax er betri en eldislax. Þess vegna er hann líka miklu miklu dýrari.
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home