Guðmundur fram í Kraganum
Jæja, þá hefur verið sagt frá því opinberlega að Guðmundur Steingrímsson bjóði sig fram í 4. sætið hjá Samfylkingunni í Hafnarfirði, Kópavogi, Garðabæ, Seltjarnarnesi og Mosfellsbæ og -sveit. Nú er tækifæri fyrir flokkinn að gefa listanum góða vítamínsprautu og sýna vilja í verki til endurnýjast og eflast í samstöðunni um fjölbreyttari atvinnutækifæri, umhverfisvernd og aukinnar áherslu á menntamál, sem Garðbæingurinn Gummi leggur áherslu á.
Framsóknarmenn velta örugglega fyrir sér hvernig standi á því hvers vegna Guðmundi rennur ekki framsóknarblóðið til skyldunnar, en það eru kannski ekki miklar fréttir fyrir okkur sem þekkjum hann og vitum hvaða mál brenna á honum, en þar skilur í milli, enda Framsókn fjarlægst alla skynsemi í þeim málaflokkum sem hér að ofan voru nefndir í skiptum fyrir pólitíska skammtímahagsmuni kjördæmanna.
Kannski mun nafnlaus framsóknarmaður kommenta hér um þetta, það væri gaman!
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home