mánudagur, september 25, 2006

> Fréttatilkynning


> Göngum með Ómari
> - þjóðarsátt fyrir komandi kynslóðir
>
>
> Boðað er til fjöldagöngu með Ómari Ragnarssyni frá Hlemmi að
> Austurvelli klukkan 20.00 á þriðjudag. Ómar hefur kynnt hugmyndir um
> nýjar leiðir sem fela í sér að hægt verði að afla raforku til að knýja
> álverið í Reyðarfirði án þess að fórna þeim náttúruperlum sem færu
> undir fyrirhugað Hálslón. Ómar leggur til að fyllingu Hálslóns verði
> frestað og Kárahnjúkavirkjun verði geymd ógangsett sem magnað
> minnismerki um hugrekki þjóðar sem leitaði sátta við kynslóðir
> framtíðarinnar og eigin samvisku.
>
> Ómar kynnti þessar hugmyndir sínar á blaðamannafundi á dögunum. Við
> tökum áskorun hans og sýnum stuðning okkar í verki með því að safnast
> saman og ganga niður Laugaveginn. Við hvetjum þig til að gera slíkt
> hið sama.
>
>
> Því er boðað til:
> Jökulsárgöngu niður Laugaveginn á þriðjudag kl 20.00 frá Hlemmi að
> Austurvelli
>
>
> Horfumst í augu við siðferðislegar skyldur okkar gagnvart landi og
> náttúru - Göngum með Ómari niður Laugarveg á þriðjudaginn.

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home