þriðjudagur, október 10, 2006

Jón Baldvin hleraður

Það eru stórfréttir. En ætli Björn vilji ekki láta sagnfræðinga um þær eins og annað sem tengist þessari blessuðu leyniþjónustu sem enginn vissi af nema Valhöll. Ætli Steingrímur Hermannsson hafi þá ekki verið hleraður líka? Til dæmis í kringum þegar hann var að hitta Arafat og alla þá i andstöðu við Þorstein Pálsson og Valhöll? Hvað þá með Ólaf Ragnar Grímsson þegar hann var fjármálaráðherra? Ætla menn virkilega að hunsa allt velsæmi og fela sig á bak við það að láta sagnfræðinga framtíðarinnar leiða sannleikann í ljós?

Talandi um sagnfræðinga, þá er Antony Beevor í heimsókn á Íslandi. Ég hef lesið 2 bækur eftir hann, um fall Berlínar og orrustuna um Stalíngrad. Þetta er alveg magnaður sögumaður og ég hlakka til að lesa bókina hans um spænsku borgarastyrjöldina. Verst að ég hafði ekki tök á að sjá manninn með eigin augum á fyrirlestri í Háskólanum í dag. En ætli hann verði ekki í Kastljósinu í kvöld? Nema þeir séu með fleiri brennandi fréttir af týndum köttum?

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home