fimmtudagur, febrúar 08, 2007

Munstur?

Árið er 2006, borgarstjórnarkosningar í nánd. Pétur Gunnarsson, innanbúðarmaður í kosningabaráttu Framsóknarflokksins, ráðinn til 365 sem fréttastjóri Fréttablaðsins. (Hættir í starfinu stuttu eftir kosningar)

Árið er 2007, þingkosningar í nánd. Steingrímur Sævarr Ólafsson, fyrrum upplýsingafulltrúi í forsætisráðuneyti Framsóknarflokksins, ráðinn til 365 sem yfirmaður þjóðmálaumfjöllunar Stöðvar 2, Íslands i dag.

Nei fjandakornið. Þetta er of langsótt.

Ég óska Steingrím og hans fólkii alls hins besta og vona að hann verði farsæll og langlífur stjórnandi Íslands í dag takist að fá að þættinum það áhorf sem honum ber. Ég hef unnið með honum og finnst hann skemmtilegur, auk þess sem hann var naskur og góður fréttamaður á sínum tíma. Eini gallinn við hann er að hann er Frammari.

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home