Siv og Guðni í hár saman - eða ekki?
Athyglisverð frétt í Mogga í dag um stjórnarformannshrókeringar flokksins í Landsvirkjun. Þessa stöðu eiga Framsóknarmenn greinilega og vilja endurnýja sinn mann fyrir kosningar. Hins vegar er mjög sérstök undirfyrirsögn á fréttinni: „Tveir ráðherrar Framsóknar, Siv og Guðni, komnir í hár saman.“ Í fréttinni er svo ekkert minnst á Guðna en talað um að Siv líti svo á að skipan Páls Magnússonar í stjórnarformannsstólinn sé aðför að sínum pólitíska ferli.
Eftir að hafa lesið þessa frétt veit maður minna en áður. Greinilega ekki allt með felldu, hvorki hjá Morgunblaðinu, né Framsóknarflokknum. Flokkurinn mælist reyndar svo lítill að þetta er eins og sagt var um ofbeldisfullan mann, að hann gæti byrjað slagsmál í tómu herbergi.
Úr því að maður er er byrjaður að hnýta i Moggann, þá tók ég eftir öðru sniðugu hjá þeim í dag. Á bls 27 er listi yfir það sem Moggi kallar 10 bestu hótel í heimi og vitna 65 hótela lista Conde Nast Traveller Það sniðuga er að hótelin sem Mogginn kallar þau tíu bestu í heiminum heita öll nöfnum sem byrja á A, B og C. Sem þýðir, eins og þú, snjalli lesandi, ert búinn að átta þig á, að 65 hótela listinn er í stafrófsröð, ekki 'gæðaröð'. AC Miramar þykir þvi ekki bera af öðrum hótelum á heimsvísu heldur er eitt af 65 bestu nýju hótelum í heiminum.
Eru sumarstarfsmennirnir byrjaðir á Mogganum?
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home