fimmtudagur, júlí 19, 2007

Engir englar



Það er ekki oft sem maður gjóar glyrnunum í átt að sjónvarpsstöðinni ARTE sem hangir frekar ofarlega á Digital Ísland trénu. Þegar ég var að ganga til náða í gær varð mér þó litið á stöðina og var þá langt komin hin merkilega heimildamynd Gimme Shelter. Myndin fjallar um hina rosalegu tónleika Rolling Stones og fleiri hljómsveita á ónotaðri hraðbraut Altamont. Tónleikanna er einkum minnst fyrir öryggisgæslu Hells Angels. Var magnað að fylgjast með framgöngu þessara gæslumanna á tónleikunum. Hópur af þeim stóð uppi á sviðinu og skyggðu á hljómsveitirnar og athugasemdum um starfsaðferðir svarað með gassagangi og ofbeldi. Til dæmis var Martin Balin söngvari Jefferson Airplane sleginn í rot af einum englanna.
Það var svo undir lok lagsins Under My Thumb að engill nokkur tekur sig til og drepur mann rétt fyrir framan sviðið og náðist það á mynd. Svo virtist sem maðurinn, Meredith Hunter, hefði dregið upp byssu og Hells Angels brugðust svona snaggaralega við. Meira um þessa tónleika og myndina.

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home