mánudagur, júlí 02, 2007

Síungur silungur


Man ekki hvort ég var búinn að blaðra frá einu best geymda leyndarmáli Suðurlands: Silungabúðinni í Útey við Laugarvatn/Apavatn. Þar er ávallt hægt að fá nýveidda bleikju og urriða og rennum við oft þar við, einkum á leiðinni heim því ekki borðar maður annað en kjöt í sveitinni.

Silungur í rauðvínslauk frá því í gær

Nokkrir skalottulaukar steiktir í vel vænni smjörklípu, slatta af saxaðri steinselju hent út í og slettu af rauðvíni. Látið sjóða niður þangað til laukurinn er orðinn rauður. Ferskt silungsflök lögð ofan í jukkið með roðið niður. Piprað (jafnvel saltað) að smekk og sítrónusneiðar lagðar yfir ef vill. Tilvalið að drissla smá af góðri ólífuolíu yfir. Steikt í hæfilega skamman tíma (án þess að snúa), silungsflökin færð af pönnunni (m. sítrónunum) og heitu lauksmjörjukkinu hellt yfir. Saxaðri steinselju stráð yfir. Úr þessu verður skemmtilega litríkur réttur, gulur, rauður og grænn.

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home