Loksins ókeypis?
"Í dag, fimmtudaginn 26. júlí, heldur Edward C. Prescott fyrirlestur á ráðstefnu Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands í Þjóðminjasafninu kl. 16. Fyrirlesturinn er öllum opinn og aðgangur ókeypis."Svo mælir Hannes Hólmsteinn Gissurarson á bráðfjörugu bloggi sínu. Er höfundur bókarinnar Hádegisverðurinn er aldrei ókeypis farinn að meyrna á seinni árum? Ég vitna í Hannes sjálfan (úr minningargrein um Milton Friedman)
Friedman [...] kvaðst vilja mótmæla þessari notkun orðsins „ókeypis“. Auðvitað hefðu fyrirlestrar annarra ekki verið ókeypis. Greiða hefði þurft fargjald þeirra, jafnvel einhverja þóknun, leigja fundarsal, auglýsa fyrirlesturinn. Spurningin væri sú, hverjir ættu að greiða fyrir þetta, áheyrendur sjálfir eða hinir, sem ekki sæktu fyrirlesturinn. Sjálfur væri hann þeirrar skoðunar, að þeir ættu að greiða, sem nytu. Þetta er gamalkunnugt stef í fræðum Friedmans: Ókeypis fyrirlestur er ekki til frekar en ókeypis hádegisverður. Spurningin er aðeins, hver á að greiða reikninginn. Friedman hafði raunar stundum á orði, að einn helsti gallinn á sósíalistum væri, hversu góðir þeir vildu ætíð vera fyrir annarra manna fé. Ellefta boðorðið ætti að vera: „Þú skalt ekki gera góðverk þín á kostnað annarra.
Svona eru hægri menn alltaf staðfastir.
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
1 Comments:
http://hannesgi.blog.is/album/AfNetinu/image/201001/
Skrifa ummæli
<< Home