mánudagur, ágúst 20, 2007

Bankabrölt 2007 - úrslitin eru ljós

Í kringum Menningar(ofg)nótt fór fram hið árlega Bankabrölt þar sem stóru bankarnir standa fyrir uppákomum til að vekja á sér athygli. Úrslitin voru sem hér segir:

Fyrsta sæti:
Landsbankinn, 30 þús manns á Miklatúni

2. sæti
Kaupþing, 20 þús manns (skv. lögreglu og reyndum tónleikahöldurum, 45 þús skv. Einari Bárðar) á Laugardalsvelli.

3. sæti
Glitnir, 11 þús manns, Reykjavíkurmaraþon.

Ég hygg að niðurstaðan sé í öfugu hlutfalli við auglýsingakostnað. Glitnir hefur auglýst langmest og Landsbankinn langminnst.

Hér geta menn svo bara ímyndað sér niðurlag færslunnar um þjónustugjöld, seðilgjöld, vildarpunkta bla bla bla.

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home