Kóngurinn lifir
Sjónvarpsstöðin TCM (Turner Classic Movies) fékk stóran plús í kladdann í gær þegar sýnd var tónleikamyndin The Way it Is, með Elvis Presley. Það var gæsahúð par excellans að sjá kónginn í sínu besta formi á sviði með 20-30 manna hljómsveit og meðsöngvara. Á tónleikunum sýnir Elvis allar sínar bestu hliðar, gerir hlé til að kyssa stelpurnar og labbar um salinn. Hér er eitt af mínum uppáhalds atriðum þegar hann gerir hlé á tónleikunum til að árita mynd fyrir aðdáanda, fær sjálfur eintak af myndinni og fer svo og skilar pennanum aftur....Þú sæir ekki Bono, jafnvel ekki Bubba, gera þetta í dag. Það er enginn eins og Elvis. Svo er þetta líka frábært lag sem heyrist allt of sjaldan. Ef þú varst ekki á þessum tónleikum.....þá just pretend:
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home