miðvikudagur, ágúst 15, 2007

Með fiskum


Synt var í sjónum í gær í góðum hópi, eða vöðu...Farið var ofan í hina fornu Seltjörn og gargaði ég úr mér annað lungað þegar ég fór ofan í. Við það snögghitnaði sjórinn....djók, það tók örfáar mínútur að venjast þessu en gargið hjálpaði sálrænt. Svo var svamlað um í 25 mínútur og að því loknu brunað beint í Neslaugina. Merkileg tilfinning og ljúf vanlíðan sem fylgir því að skríða hrollkaldur ofan í heitasta pottinn. Mér leið eins og frosnu fiskfarsi í örbylgjuofni.



Magnað.

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home