Klettur og Brekka
Ekki eru öll nöfn sumarbústaða jafn blátt áfram. Þannig er ákveðinn sumarbústaður bara kallaður Búsó. Sá var þó ekki sóttur heim þessa helgina, heldur bíður næstu helgar. Klettur og Brekka voru áfangastaðir Verslunarmannahelgarinnar 2007 og var glatt á hjalla bæða sunnanlands og vestan.
Þegar ég vann við auglýsingagerð þá leið júlímánuður einatt við ýmist dund en þriðjudag eftir verslunarmannahelgi fór allt í gang og ringlaðir kúnnar vöknuðu til lífsins og horfðu óundirbúnir og óttaslegnir fram á haustið. Liðinn júlímánuður var hins vegar mjög annasamur hjá mér og spennandi að sjá hvernig ágúst springur út.
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home