fimmtudagur, nóvember 01, 2007

Auglýsingar virka...en hvernig?

Árið 2005 lagðist VR í mikla herferð til að hverja stjórnendur og aðra landsmenn til að láta af fordómum um kynin tvö. Ekki fer miklum sögum af því að launamun hafi verið útrýmt en skoðum aðrar afleiðingar auglýsinganna:


Þegar þessi auglýsing birtist var Samfylkingin Ingibjargar í ákveðinni eyðimerkurgöngu. Nú hefur Ingibjörgu tekist að gera Samfylkinguna að valdamesta stjórnmálaflokki landsins.


















Þorgerður Katrín er orðin varaformaður Sjálfstæðisflokksins eftir að þessi auglýsing birtist og af mörgum talin líklegust til að taka við formennsku af Geir.



















Þegar þessi auglýsing birtist hafði Gísli Marteinn öll tromp á hendi: Vinsæll sjónvarpsmaður og ætlaði sér stóra hluti í pólitík. Síðan auglýsingin birtist hefur leiðin legið niður á við: Tapaði fyrir gamla góða Villa og hefur Gísli einkum gefið sig að ýmsum grænum og mjúkum málum eftir það, fært Reykvíkingum nýjar ruslatunnur og gefið strætóstoppistöðvum nöfn.









En hvað með þessa kellingu hér?



Ja, það má segja að hinn skeleggi stjórnmálaskýrandi hafi mýkst töluvert eftir að þessi auglýsing birtist. Honum leiðist ekki að blogga um uppeldishlutverk sitt og hnyttnar samræður við son sinn, hann fjallar um bókmenntir í sérstökum þætti og flissar með Kollu Bergþórs. Síðast en ekki síst þá er hann orðinn ríkisstarfsmaður en sem er einmitt stærsti vinnuveitandi kvenna á Íslandi!

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

1 Comments:

Blogger Gummi Erlings said...

Og ekki má gleyma því að lífsskoðanir þess síðastnefnda virðast líkjast skoðunum húsmóður í Vesturbænum sífellt meir.

4:31 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home