Skondin mistök 'nýja' Moggans
Þættinum barst bréf:
Varðandi "stórfrétti" á forsíðu Moggans
Félagar
Nú hefur Mogginn minn blessaður gert búmmertu, ég lít reyndar alltaf á dagatalið þegar svona frétt birtist, en ónei, enginn 1. apríl í dag.
Fyrir þá sem ekki fá Moggann innum lúguna sína á morgnanna, þá er mynd af kríu sem situr á höfðinu á plastlúðursvani á forsíðunni og 3 myndir inní blaðinu af sama fyrirbæri. Fyrirsagnir eru „Álftin fær sér kríu, amaðist ekki við laumufarþeganum“ og „Kría sníkti sér far með álft“.
Með fylgja myndir af kríu á höfði annars plastsvansins af tveimur á tjörn við Ólafsvík.
Þessir plastlúðursvanir hafa reyndar blekkt margt gott fólk, en þarna fær nýr ritstjóri Moggans „fljúgandi start“.
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home