laugardagur, nóvember 22, 2008

Föstudagsfundir

Ég veit ekki með ykkur, örfáu lesendur, en ég hef fengið mig fullsaddan af blaðamannfundum á föstudögum þar sem tillkynnt er um hina og þess smá dúsu fyrir almenning til að dempa reiðina í þjóðfélaginu. Eins og allar aðgerðir okkar háu herra séu einungis miðaðar við að draga úr fjölda mótmælenda á laugardögum. Fjandakornið. Nú er bara kominn tími á að stokkað sé upp í stjórninni, embættismenn axli ábyrgð og boðað verði til kosninga ekki síðar en í haust. Þannig geta stjórnmálamenn, nýir sem gamlir, haldið uppboð á þeim hugmyndu sem uppi eru um það hverni þjóðfélaginu verði aftur komið á gott ról. Ég styð Samfylkinguna almennt séð. Þess vegna hvet ég hana til að leggja sitt á vogarskálarnar til að almenningur á Íslandi fái að fella dóma yfir þeim leiðum sem í boði eru til endurreisnar íslensks þjóðlífs. Ég styð Samfylkinguna meðal annars af því hún er þannig flokkur.

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home