Dýrkeypt lexía
Hagfræðingarnir Jón Daníelsson og Gylfi Zoega komast að eftirfarandi niðurstöðu um efnahagshrunið á Íslandi:
„Hrun íslenska hagkerfisins er vitnisburður um afleiðingar afnáms hafta, einkavæðingar
viðskiptabanka og slaks fjármálaeftirlits í heimi ódýrs fjármagns. Hraður bati veltur á því
að yfirvöld taki rétt á málum til að stýra hagkerfinu inn á braut sjálfbærrar þróunar.
...
Því hefur verið haldið fram að ýmsar þjóðir Evrópusambandsins muni eiga við svipaða
erfiðleika og Íslendingar stríða við á næstunni. Er þar einkum átt við Bretland (Reykjavik
on the Thames!), Sviss, og Írland. Við höfum komist að þeirri niðurstöðu að skipbrot
Íslands eigi nægilega margar innlendar orsakir til þess að við getum fullyrt að ekki sé
líklegt að hinar þjóðirnar fari eins illa út úr kreppunni.“
Hvaða lærdóm ætlum við Íslendingar að draga af þessu? Og situr bankastjórn Seðlabankans virkilega enn?
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home