miðvikudagur, febrúar 18, 2009

Klínt á Flokkinn?

Pistill Benedikts Jóhannessonar er til marks um að Sjálfstæðismenn séu að vakna til lífsins hver á fætur öðrum og átta sig á því að þeir þurfa að segja fyrirgefðu við þjóðina. Benedikt, sem er frændi Bjarna Benediktssonar, segir að Flokkurinn þurfi ekki að bíða eftir einhverri rannsókn áður en hann viðurkennir ábyrgð sína á því hræðilega ástandi sem hér ríkir eftir 18 ára valdatíð Sjálfstæðisflokksins.

Benedikt segir að Flokkurinn þurfi að biðjast fyrirgefningar fyrir eftirtalda hluti: Einkavæðingu bankanna, peningamálastefnuna, fyrir að kæfa alla umræðu um veikleika krónunnar, sjóðasukk bankanna sem skattborgarar borguðu „svo lítið bar á“ og loks Icesave. Þetta er býsna hressilegt syndaregistur, svo ekki sé meira sagt. Benedikt bætir við:

Listinn gæti verið miklu lengri.

Það þarf ekki að bíða eftir neinni skýrslu frá rannsóknarnefndum. Sjálfstæðismenn eiga sjálfir að horfast í augu við fortíðina, fara yfir mistökin og biðja þjóðina afsökunar á þeim.

Þetta sýnir að uppgjör er að ryðja sér farveg innan Fálkaflokksins. Það væri mikilvægur þáttur í 'sorgarferli' þjóðarinnar og myndi án efa hjálpa flokknum í kosningum líka.

En þingmenn Flokksins virðast þó ekki tilbúnir að segja fyrirgefðu við þjóðina:
Ekki hægt að klína þessu á Sjálfstæðisflokkinn

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home