fimmtudagur, febrúar 12, 2009

N1 í formannsslag í Sjálfstæðisflokknum?

Mér hefur lengi fundist vanta að blaðamenn leggðu almennilegan metnað í fyrirsagnir blaðagreina. Víða erlendis er fyrirsagnagerð ákveðið listform þar sem menn leika sér með tvöfalda eða margfalda merkingu orða. Það var því mikið gleðiefni fyrir mig að sjá örla á snjallri hugsun í Morgunblaðinu í dag í frétt um Bjarna Benediktsson, fyrrverandi stjórnarformann N1. Fyrirsögnin hjá Rúnari Pálmasyni, blaðamanni, var:

Enn einn í formannsslag.




Kannski bara Freudian slip?

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home