Góð úrslit
Ríkisstjórnin gersigraði Real Bessastaði 5-2 í gær í Laugardal. Davíð, fyrirliði Ríkisstjórnarinnar, var án efa maður leiksins enda skoraði hann 3 mörk á stuttum kafla sem gerði nánast út um leikinn. Mig minnir að Ólafur, fyrirliði Bessstaða, hafi skorað eitt mark fyrir sitt lið og var að vonum ekki sáttur í leikslok. Deilt er um hvort Ólafur geti neitað að staðfesta úrslit leiksins og vísað þeim þar með til þjóðarinnar.
Ég fór með KR-ingunum Kristjáni og Janusi í Kaplakrikann í gærkveldi. Við misstum af fyrstu 20 mínútunum sem við heyrðum í útvarpinu eftir leik að hefðu verið einhverjar bestu 20 mínúturnar í knattspyrnusögu Íslendinga. Hins vegar lentu KR marki undir rétt áður en við komum og afleiðingin varð sú að það sem við sáum af fyrri hálfleik var bara þetta venjulega asnaspark sem maður sér í íslenskum fótbolta. KR kom grimmt inn í seinni hálfleik sem var ágæt skemmtun. Þeir jöfnuðu með flottu marki en annars var lítið um færi. Fullt af nýjum leikmönnum á vellinum sem ég hafði aldrei séð áður, nýir guttar úr Vesturbænum, Ágúst Gylfason á miðjunni og þrusugóður Tékki í vinstri bakverðinum. Stefni á að mæta örar á völlinn það sem eftir lifir sumars.
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
1 Comments:
Ríkisstjórnin að koma til enda löngu kominn tími til, ljóst að varnarmálaráðherrann verður að fylgja þessu eftir. Kannski hann megi taka að sér sóknarmálaráðuneytið líka þar sem hann sést ekki á listum yfir markahæstu menn. Ekkert mál að taka að sér tvö ráðuneyti, það vefst sko ekki fyrir Berlusconi!
Maggi
Skrifa ummæli
<< Home