Lou Reed og kvennalandsliðið
Dagurinn í dag fer í að klára næsta auglýsingu kvennalandsliðsins. Þetta eru einhver þau skemmtilegustu auglýsingaverkefni sem hægt er að hugsa sér og vekja alltaf mikla athygli. Myndir voru teknar af stúlkunum í gær og skiluðu þau Ari Magg, Fríða og Silja frábærri vinnu, ljósmyndalega-, förðunarlega-, hárlega- og fleiralega séð. Úff. Þetta verður líklega flottasta auglýsingin hingað til - líklega þó sú umdeildasta í einhvern tíma. Þó ekki jafn umdeild og auglýsingin þar sem stelpurnar voru á bikiníi. Leikurinn á móti Rússum er á sunnudaginn kl. 14. Spurning um að bæta aðsóknarmetið! Ha? Nú? Rússar eru eitt besta liðið í bransanum og unnu England um daginn 2-1. Þess má geta að í rússneska liðinu er leikmaður sem heitir Olga Kremlova. Hún er nú samt ekkert miðað við Olgu Færseth!
Kvöldið í kvöld snýst um Lou Reed. Skemmtileg saga frá Dr. Gunna (http://www.this.is/drgunni/gerast.html) segir frá því að hann hafi verið að reyna að höstla Svanhildi í Kastljósinu. Hann hefur orð á sér fyrir að vera leiðinlegur á tónleikum, en hvað um það, aðalatriðið er að hann er og á eftir að vera flottur, spurning um að taka með sér kíki í stúkuna svo maður geti séð hrukkurnar á dýrinu.
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home