fimmtudagur, september 02, 2004

Hvernig tónlist getur virkað

September hafinn. Haustið komið. Tími til að losna við eitthvað af grillspiki sumarsins. Var búinn að ákveða með 4-5 vikna fyrirvara að mæta í ræktina af alefli í gær, 1. september. Það hafðist. Ég ákvað að beita sálfræðitrixi á sjálfan mig til að mótívera mig og bjó til frábæran playlista í iPodinn þar sem ég blandaði saman stefi og lögum úr Rocky myndunum við Quarashi og Mínus lög. Þessi blanda þrælvirkaði, mér leið eins og ég væri Balboa sjálfur að undirbúa mig fyrir bardaga við Apollo Creed, Mr T eða Ivan Drago. Maður þarf nú að fara að sjá þessar myndir aftur, sérstaklega Rocky 1, en hún fékk víst einhver Óskarsverðlaun, amk. tilnefningu - fyrir handritið held ég. En - alveg magnað - hvernig þessi tónlist drífur mann áfram. STICK'EM UP!

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

3 Comments:

Blogger Gummi Jóh said...

Leikstjóri myndarinnar fékk Óskarinn fyrir bestu leikstjórn og svo var hún tilnefnd fyrir besta handritið.

Engin að segja mér að Rocky hafi átt þetta meira skilið en fyrsta Star Wars myndin, phuff.

3:13 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

og hlustar thu a One medan a thu teygir?

3:22 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

og hlustar thu a One medan a thu teygir?
Kristjan

3:22 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home