mánudagur, október 04, 2004

Enginn heima á laugardögum?

Reikna með því að íbúar á Lokastíg hafi tekið virkan þátt í Göngum til góðs, því það var svo gott sem enginn heima þar til að láta okkur Ástu fá pening á laugardaginn. Komum þó með mjög þungan bauk til baka því frú nokkur tæmdi hálft annað kíló af krónum í hann. Ætli það séu ekki sirka 400 krónur. En það var mjög skemmtilegt að taka þátt í þessu.

Næsta mál: Danmörk. Nú er ekki nema rétt rúmur sólarhringur þangað til við sjáum Orra - og hann okkur. Alveg er ég viss um að hann iðar af tilhlökkun að hitta uppáhaldsfrænda sinn í fyrsta skipti. Svo er búið að opna gríðarlega Apple búð í Köben sem verður heimsótt. Við bindum miklar vonir við Kulturnat í Köben á föstudaginn, en það er fyrirmyndin að Menningarnótt Reykvíkinga, en er meira svona menningarkvöld held ég.

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home