þriðjudagur, september 28, 2004

927 síður að baki!

Lauk í nótt við sannkallað bókmenntastórvirki, Quicksilver eftir Neal Stephenson. Bókin sú er 927 síðna heimspeki-reyfari sem gerist á 17. öld, aðallega á Englandi en teygir einnig anga sína til Tyrkjaræningja og Massachussets. Flókin bók en gríðarlega skemmtileg og ekki síður fróðleg. Spilltur aðall með sífilis og gallsteina tekst á við skapstygga heimspekinga sem eru að hugsa heiminn upp á nýtt flæktir í alkemíu og njósnastarfsemi. "Slæmu" fréttirnar eru þær að þetta er bara fyrsta bindið af nokkrum. Það eru a.m.k. 2x1.000 blaðsíður eftir!

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home