Fin helgi farin
Jámm. Laugardagskvöldið var athyglisvert. Fór bæði í út-gáfupartý og inn-flutningspartí. Út er komin hin stórgóða plata "Feelings Are Great" með súpergrúppunni SKE. Margar fínar lagasmíðar þar á ferðinni. Helsti gallinn við plötuna er að bakraddasöng hefur farið töluvert aftur frá hinni mögnuðu "Life, Death, Happiness and Stuff" þar sem smellurinn "T-Rex" tróndi yfir önnur lög. Partíið var skemmtilegt, ekki síst þegar rifjað var upp myndlistarverk nokkuð, sem listaparið Óli og Libia bjugu til með því að setja allan sinn líkamlega úrgang í 25 lítra glerkút og stilla honum síðan upp í glugga Kirkjuhússins við Laugaveg á einhverri listahátíðinni eitt sumarið. Sólin skein í heiði og hófst gerjun í tankinum sem lauk með því að kúturinn hvellsprakk og dreifðist innihaldið um Kirkjuhúsið. Þurfti menn í geimbúningum til að þrífa þetta upp. Biskupinn sagði svo í viðtali að fjarlægja hefði þurft verkið vegna þess að sprunga hefði myndast í glerið. Sannleikurinn mun gera yður frjálsa.
Fórum á sýninguna Grafísk hönnun á íslandi í Hafnarhúsinu. Ágæt sýning og gaman að sjá fjölbreytnina í faginu. Helst finn ég að þessari sýningu að þótt hún sé ákaflega áferðarfalleg, þá finnst mér vanta meiri leik í þetta og hefði jafnvel mátt taka meiri áhættu í uppstillingu og innsetningu, til að auka á áhrifamátt og upplifun - og til að endurspegla það hvernig hönnun er óaðskiljanleg frá daglegu lífi, en ekki eitthvað sem maður rammar inn og setur upp á vegg. Hönnun er aldrei til í neinu tómarúmi. En farið samt á þessa sýningu. Þar eru verk eftir mikið af Góðu fólki.
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
2 Comments:
Hvernig var inn-flutningspartíið?
Hvernig var inn-flutningspartíið?
Skrifa ummæli
<< Home