fimmtudagur, október 14, 2004

Leikurinn

Fór með KGB á landsleikinn í gær, fengum ágætis sæti, við hlið þeirra heiðursbræðra Kristjáns og Janusar. Fyrir þá sem treysta á þessa síðu fyrir nýjustu fréttir þá er skemmt frá því að segja að Íslendingar sigruðu - seinni hálfleik 1:0. Helst bar það til tíðinda að grasið á Laugardalsvelli var ákaflega grænt og fagurt miðað við árstíma og stemmningin í "the cheaper seats" virtist fín, séð úr boðsmiðastúkunni. Nokkrir þeir frægustu á leiknum: Einar Kárason, gítarleikarinn í Vinyl og Sveinn Helgason, fréttamaðurinn knái á Útvarpinu. Sem sagt allt í besta lagi í Laugardalnum.

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

E tu Brute, þú líka Frí-mann?

Iss engin stemming meðal fína fólksins sem hristir bara skartgripina sína þegar er skorað. Langskemmtilegast hjá "the common people" í nýju stúkunni.

Maggi

11:01 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home