þriðjudagur, nóvember 23, 2004

999 leikir

Já sei sei. 1.000 leikur Fergusonar yfir Manchester United er í kvöld. Það verður að teljast afrek út af fyrir sig að ná að hanga við stjórnvölinn jafn lengi og raun ber vitni. Svo vantar nú ekki bikarana í safnið hjá kallinum. En maður spyr sig. Getur verið að þetta sé bara orðið gott. Er kominn tími á nýjan kall í brúnni? Hver gæti það verið? Martin O'Neill hefur verið nefndur. Einnig Guðjón Þórðarson, þó í smærri hópi. Hver sem það verður þá verður líklega bæði erfitt og auðvelt fyrir viðkomandi að taka við liðinu, gríðarlegar kröfur vs frábær starfsskilyrði. Líka verður erfitt fyrir Riddara Alex að hætta að vera með puttana í öllu á Old Trafford. Man Utd - Lyon í kvöld á SÝN.

Ég ætlaði nú að röfla um eitthvað allt annað en er búinn að gleyma hvað það var. Þó ekki þessi disaster bruni á Kleppsholtinu sem hefur hrakið íbúa heilu og hálfu hverfanna á vergang.

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home