mánudagur, nóvember 15, 2004

Guinnes book of Records

Í bernsku minni eignaðist ég skemmtilega bók sem hét Heimsmetabók Guinness. Hún er nú komin út aftur en að þessu sinni undir erlendum titli. Eigum við Íslendingar ekki bara heimsmet í ensku-dýrkun?

Helgin frábær og fjölskyldusinnuð með snillinginn Orra Kárason í aðalhlutverki. Skemmtilegt fimmtugsafmæli hjá ömmu hans á laugardagskvöldinu þar sem ritstjórn Röflsins svitnaði í hoppi og sígaunahringdönsum af bestu sort.

Moonraker á Skjá einum í gær. Betri en mig minnti, en þó ekki góð. James Bond var einu sinni æðislegur, núna er 007 bara nostalgía. James Bond er í dag í raun ekkert nema gullnáma fyrir Broccoli gengið, aldrei teknir neinir sénsar, engu breytt, bara hlaðið inn sponsorum. Hvernig væri að fá einhvern tímann alvöru leikstjóra og gefa honum frjálsar hendur til að búa til eitthvað nýtt og spennandi úr þessum efnivið? Alveg er ég viss um að það væri hægt. Svo er alveg pæliing að láta hann bara drepast.

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Hvað með Quentin Tarantino?
ÁA

12:46 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home