miðvikudagur, nóvember 17, 2004

Hættur, ekki farinn

Nú er Davíð utanríkisráðherra búinn að hitta Colin nýhættan utanríkisráðherra USA Powell. Svona í ljósi nýlegrar uppstokkunar, hefði ekki verið eðlilegra að Halldór hitti Powell, enda nýhættur sjálfur. Þeir hefðu þá eitthvað að tala um. Og þó.

Gaman þegar snjórinn kemur, þá verður einhvern veginn allt svo stílhreint og fallegt. Þangað til slabbið byrjar. Fór á dekkjaverkstæði síðasta föstudag. Þar var örtröð og var mér sagt að koma á miðvikudaginn. Nú er Passatinn kominn á þessi fínu snjódekk og maður getur byrjað að fræsa upp tjöruna big time.

Í kvöld eru tónleikar með The Fall. Annað hvort verður æðislegt eða ömurlegt.

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home