Newsweek um Bush og Kerry campaigns
Þótt allir séu búnir að fá sig fullsadda hafa Newsweek-liðar sett saman allmikinn greinaflokk um muninn á herbúðum Bushs og Kerrys fyrir kosningarnar. Það kemur ekki á óvart að Bushmennirnir virðast hafa verið miklu klárari, snöggari og sniðugri en húskallar Kerrys. Blaðamennirnir staðfesta það í raun sem Bush & Co héldu fram allan tímann að Kerry væri óákveðinn og tvístígandi í öllum málum auk þess sem Theresa Heinz konan hans virðist hafa haft truflandi áhrif á allar kringumstæður. Kerry kemur ekkert sérstaklega vel út úr þessari úttekt.
Einhvern tímann sagði Kerry er hann var þráspurður um synjun aukafjárveitingar til Íraksstríðsins: „I actually voted for the $87 million dollars before I voted against it“. Repúblíkanarnir voru komnir með þetta í sjónvarpsauglýsingu nokkrum dögum síðar.
Annars er það að frétta að Orri, tilvonandi guðsonur minn, er kominn til landsins. Hlakka til að hitta hann í kvöld.
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home