föstudagur, janúar 28, 2005

Listin að taka ábyrgð

Gott hjá Róberti Marshall að hætta á Stöð 2 eftir að hafa gert ævintýraleg mistök í starfi. Þannig tekur hann persónulega ábyrgð á þessu klúðri, þótt auðvitað sé trúverðugleiki stofunnar eitthvað skertur. Það halllærislegasta í þessu er samt að núna heyrist allt í einu múkk úr stjórnarráðinu. Dóri og dvergarnir tveir (Denni og Bingi) fengu dauðafæri til að koma fram (hvar voru þeir áður) og segja að þetta sé aðför að Halldóri og fjölmiðlar eru allir svo vondir og bla bla bla.

Þetta eru útúrsnúningar hjá kvótamilljarðamæringnum og vinum hans sem taka aldrei ábyrgð á neinu. "Afsögn" Róberts, sem að er að mínu mat frekar vandaður fréttamaður, þótt hér hafi honum orðið á í messunni, er fordæmi sem stjórnmálamenn ættu að taka sér til fyrirmyndar, og þess þá heldur þar sem þeir eru kosnir af almenningi. Þeir starfa í okkar umboði, ekki öfugt! Ég óska Róberti Marshall velfarnaðar í hverju því sem hann tekur sér fyrir hendur.


Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home