miðvikudagur, janúar 19, 2005

Hvað heitir....

Er til eitthvað nafn á þessum leiðinlegu snjóslabbsleiðindum sem festast og mynda ljót grá skegg aftan við hvert hjól bílsins í þessari veðráttu? Ég veit ekki til þess. Af því tilefni vil ég lýsa eftir tillögu að því hvað þetta á að heita í framtíðinni.

Slabbskegg? "Sparkaðu fyrir mig slabbskegggin af bílnum ljúfan...."
Kertaslabb? Slepjuhrím? Hrímslapi?
Gráskegg? "Gráskegg hafa mikil áhrif á aksturseiginleika bifreiðarinnar....."


Fyrir bestu tillöguna eru bókaverðlaun: Ein af eftirtöldum:

1) I can see you Naked, Presentation Technices, Ron Hoff
2) Hello Girls! 3! 31 Postcards with Hunks from Magazine Ads
3) A little book of Excuses, eftir Jasmine Birtles.

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

3 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Hjólabretti? Þau mynda jú hálfgert bretti við hjólin

Annars finnst mér gráskegg vera gott orð yfir þennan ófögnuð

Kv.

Maggi

3:39 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Grámann í Garðshorni
ÁA

11:13 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Grámann í Garðshorni
ÁA

11:13 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home