Handboltinn sprunginn 2
Ég var með einn-einn-tveir í skammvalinu við höndina yfir handboltanum í gær. Hjartað flökti og blóðið spýttist næstum því út um augum. Hvers vegna í apakettinum þurftu Strákarnir okkar að gera þetta svona spennandi og klúðra þessu í lokin. Til að byrja með leit þetta út eins og leiðinlegur leikur þar sem annað liðið valtar yfir hitt og svo snýr maður sér að öðru. En ekki í gær. Ég gat ekki setið kyrr með minn óreglulega hjartslátt meðan drengirnir glutruðu niður hverju vítinu á fætur öðru og buðu Slóvenunum í létta gönguferð gegnum vörnina sína. Óli Stef átti vondan dag, og Dagur en ég var ánægður með Peterson hornagaur og Róbert á línunni.
Annars hef ég engan áhuga á handbolta. Í kvöld vinnur Man Utd. Chelsea á Old Trafford í einhverri framrúðu-bikarkeppninni. Baráttan um meistaratitilinn sjálfan mun örugglega ráðast án mikilla blóðsúthellinga - ólíkt foringjaslagnum í Samfylkingunni. Ætla menn aldrei að læra að takast á eins og fullorðið fólk. Mér sýnist á öllu að menn séu í óða önn að finna og brýna gömlu bakstunguhnífana úr Alþýðubandalaginu.
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home