Ferskur Beck
Það er mikil spenna í Röflinu yfir yfirvofandi nýrri plötu frá Beck, en fregnir bárust af því í morgun að 3-4 lög hefðu lekið út á netið. Með krókaleiðum bárust þessi lög mér til eyrna og lofa þau virkilega góðu, meira fjör en á Sea Change, þótt sú plata hafi vissulega verið mergjuð. Hlakka til að heyra meira, þótt það sé aðeins á skjön við lög um höfundarrétt.
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home