Febrúar
Alltaf er febrúar nú jafn skemmtilegur mánuður. Rómverjar völdu nafn Februus, guðs dauða og hreinsunar hjá Etrúrum, fyrir þennan síðasta mánuð ársins. Þess vegna á ég afmæli á gamlársdag Rómverja, alltaf nema fjórða hvert ár.
Mánuðurinn er styttri en aðrir, oftast 28 dagar, en stundum 29. Hið skemmtilega er að þrisvar í sögu veraldar hefur febrúar haft 30 daga.
Einnig má hafa gaman að því að þeir sem eru á föstu mánaðarkaupi fá töluvert meira á tímann í febrúar, en í janúar. Svo er sól farin að hækka umtalsvert á lofti og styttist í páskafríið og alla fimmtudagsfrídagana. Svo er bara komið sumar.
Febrúar er góður en hér er smá getraun: Hver er grimmastur mánaða?
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
3 Comments:
Mars því að hann heitir eftir rómverska stríðsguðinum?
ÁA
Mars því að hann heitir eftir rómverska stríðsguðinum?
ÁA
Apríl, silly.
Þetta var nú aðeins of létt...
Skrifa ummæli
<< Home