Frí á mánudaginn
Er ekki eitthvað bogið við það að hver karlkyns stjórnandinn stígur fram á fætur öðrum og gefur konum frí eftir hádegi á mánudaginn? Er þá ekki búið að draga tennurnar úr kvennafrídeginum? Ég hélt að trixið væri að konur ættu að standa upp frá vinnu kl. 14:08 og arka út óforvarendis. Þetta er orðið alltof gúddí fíling mál finnst mér. Meira að segja Geiri í Goldfinger búinn að gefa sínum konum frí. En hvað? Eiga karlarnir á Goldfinger þá að vinna áfram.
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home