Netleysi
Ég sit á Hressó sem er gegnt vinnustað mínum en á þeim stað er nú tilfinnanlegur og áþreifanlegur skortur á netsambandi. Svolítið eins og að fara aftur í tímann. Og þó.
Góða frétt dagsins er að vinkona mín Una Sólveig er komin af spítala og er á hóteli í Boston með foreldrum sínum. Lítil börn eru alveg ótrúleg fyrirbæri. Og læknavísindin reyndar líka.
Íbúðin mikla er á framfaraskeiði. Spartl stendur yfir og til stendur að rífa eldhúsgólfdúk. Þó verður ekki horft framhjá Meistaradeild Evrópu sem blasir við á Sýn í kvöld auk þess sem til stendur að hitta Gyrði Elíasson. Hvort ætli Gyrðir haldi með Manchester United eða Chelsea?
Stóra spurningin er þó: Smeg ískápur eða innfelldur?
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home