þriðjudagur, október 11, 2005

Popppunktur

Hlotnaðist sá heiður í gær að koma fram í raunveruleikasjónvarpsþættinum Popppunkti. Þar var mér tjaldað til sem aðdáanda Ske, einmitt hljómsveitarinnar úr Kraganum sem hefur náð betri árangri í Popppunkti en plötusölu. Þeir öttu kappi við stórveldið Í svörtum fötum en þeir höfðu með sér aðdáanda sem er á aðdáendaaldrinum og hafði unnið þátttökuréttinn í víðtækri getraun á einhverri af 18 heimasíðum sveitarinnar. Þetta er náttúrlega alvöru fanbeis, hlutur sem Ske á ekki sem stendur og því treysta þeir á vinargreiða. Held að það séu núna einmitt 5 mánuðir síðan einhver fór inn á heimasíðuna þeirra, greyjanna.

Núna er hugur minn hins vegar mest hjá lítilli vinkonu minni sem er á leið til Boston.

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home