Hvað gerirðu?
Fæstir hafa hugmynd um hvað ég geri í vinnunni. Eitt get ég allavega sagt; ég geri ekki svona: „Okkar markmið í þjónustustigi við viðskiptavini er skýlaust að yfirstíga væntingar þeirra á hverjum tíma og það eru þeir sem setja viðmiðin gagnvart okkar markmiðum. Við erum á góðri leið með að ná því í dag að 30 manns séu á bið hjá okkur...Stjórnendur Símans hafa aukið fjármagn í þjónustumálin og hefur stöðugildum fjölgað umtalsvert á síðustu mánuðum."
Þetta eru ekki góð almannatengsl.
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
2 Comments:
Vinnurðu sem sagt við að falsa texta úr yfirlýsingum? Eða hvaða hvatir liggja að baki því að sleppa aðalatriðinu?
,,Okkar markmið í þjónustustigi við viðskiptavini er skýlaust að yfirstíga væntingar þeirra á hverjum tíma og það eru þeir sem setja viðmiðin gagnvart okkar markmiðum. Við erum á góðri leið með að ná því í dag og langt í frá að 30 séu á bið hjá okkur. Stefna og aðgerðir Símans í þessum málum eru ljósar og allt er gert til að mæta aukinni aðsókn viðskiptavina í þjónustu Símans."
Leturbreyting mín.
Bull Beggi, Þetta var nú er orðrétt upp úr Morgunblaði fimmtudaginn 24. nóvember, bls 10. Þar liggja hvatirnar. Kannski ætti Mogginn að reyna að setja meira fjármagn í blaðamannamálin til að yfirstíga hvatnirnar?
Skrifa ummæli
<< Home