Fjör í Kaupinhafn
Já förinni var heitið til Kaupmannahafnar. Merkilegt að það séu Íslendingar sem eru mestu kaupmennirnir í Höfn, en er ekki kominn tími til að hefna fyrir maðkaða mjölið? Reyndar sýnist mér hefndin felast í því að Magasin er orðið alveg rosalega flott.
Gistum hjá heiðurshjónaleysunum Kristjáni og Margréti, þó ekki Kristjáni X og Margréti Þórhildi, enda búa þau ekki á Nørreport. Fengum þó konunglegar móttökur og var þetta allt mjög skemmtilegt. Kaupmannahefningar eru að komast í jólaskap, búnir að opna Tívolíið og juletallerken í boði á helstu krám. Því miður komumst við ekki að á Café Sorgenfri en jólamaturinn fær toppeinkunn bæði hjá Kronborg við Brolæggerstræde og hjá Skindbuksen við Lille Kongens Vej rétt hjá Magasin.
Reyndar er Kaupmannahöfn bara frábær og gott að komast í svona stutt síðbúið sumarfrí og gera ekki neitt.
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home