miðvikudagur, nóvember 16, 2005

Iðnaðarmenn allra landa afsakið

Man ekki hvort ég sagði frá því hér en um daginn vann ég það afrek sem alla húsbyggjendur dreymir um, fékk múrara, rafvirkja og smið í sömu vikunni. Allir eiga þeir hrós skilið fyrir gott og óeigingjarnt starf. Þetta gildir á hinn bóginn ekki um þá iðnaðardemóna sem ásækja það ágæta húsnæði sem ég nú vinn mína daglauna vinnu í (þessi setning varð kannski óþarflega löng en ég þurfi að draga fram muninn á húsnæðinu sem ég vinn í almennt og húsnæðinu sem ég vinn í við endurbætur). Ekki nóg með að það sé verið að bæta og breyta hér á hæðinni okkar heldur er einnig flokkur tillærðra að hamast á hæðinni fyrir neðan og einnig á húsgaflinum hér bak við mig. Síðan eru OgVodafone menn að hamast við að setja loftnet á þakið. Nema hér sé um ofsjónir og ræða og þetta séu einhvers konar ímyndaðir iðnaðarmenn, geð-timburmenn, sem ásækja mig vegna þess mikla starfs sem óunnið er heima.

Sjálfur er ég auðvitað iðnaðarmaður, starfa í áróðursiðnaðinum. Er í ansi skemmtilegu verkefni núna sem tengist hugmyndavinnu um framtíð þúsunda manna, kvenna og barna og hangir að vissu leyti saman við ný einkunnarorð Röflsins. Veit einhver hvaðan þau koma? Hálfur pakki af Strepsils í verðlaun.

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home