Kominn út úr skápunum
Skápar voru rifnir úr umbúðunum, settir saman og skrúfaðir fastir við eldhúsveggina á R39 um helgina. Stórkostleg afköst og gleðilegt að sjá vettvang eldamennsku framtíðarinnar taka á sig svona fagra mynd. Það eina sem á eftir að gera er að fá restina af innréttingunni til landsins, setja klæðningar á skápana, skrúfa lamir og hurðar á, setja skúffur í, setja upp hillurnar, velja ofn, vask, gufugleypi og ísskáp, velja, panta, fá og setja á borðplötu, tengja rofa og innstungur, setja gólfefni, setja mósaíkflísar á veggina, tengja miðstöðvarofn, mála smá og svo bara setja upp eldhúsborðið og málið dautt! Þetta ætti að vera orðið mjög fínt fyrir jólin 2006.
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home