þriðjudagur, nóvember 08, 2005

Niðurskurður náms til stúdentsprófs

Ég er fylgjandi því að fólk komist ljúki almennt stúdentsprófi ári fyrr en nú er raunin. Hins vegar finnst mér hugmyndir ráðherrann í menntamálaráðuneytinu, einnig kallað metnaðarlausa ráðuneytið, séu út í hött. Ef maður horfir á málið í samhengi þá er alveg morgunljóst að til að stytta námið um eitt ár er langlógískast að klípa það af grunnskólanáminu. Þannig gætu þeir sem vilja flýta sér eftir mætti lokið stúdentsprófi átján ár, ef þeir taka menntaskólann á þremur árum eins og víða er hægt. Á hinn bóginn mundu flestir áfram hafa fjögur ár til ráðstöfunar í mennta- eða fjölbrautaskóla að eigin vali til búa sig undir háskólanám eða aðra framtíð að eigin vali. Það má alls ekki vanmeta þann þroska sem menn taka út á þessum árum, sem er bara að hluta til námsefninu að þakka. Það væri afar slæmt að straumlínulaga námsframboðið á þessum árum það mikið að skólarnir verði enn líkari en orðið er.

Mér sýnist þessi stefna bera öll merki forherðingar undir merkjum sparnaðar hjá ríkinu, það er búið að ákveða þetta og búið að ákveða að keyra þetta í gegn. Það er stundað svokallað gervisamráð, eins og hjá Landsvirkjun, þar sem menn eru settir á endalausa fundi og hlustað á mótrökin en ekkert mark tekið á þeim og notað orðalag eins og "við munu skoða þetta sérstaklega". Gervisamráð er að mínu mati verra en ekkert samráð, því það er verið að gera grín að fólki ofan í valdþóttann og ofstopann sem einkennir þetta mál.

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Ég er svo sammála þér..... Það sem menntamálaráðuneytið ætlar að gera til að stytta framhaldskóla er að skera alla listgreinakennslu niður og þeir eru byrjaðir með því að ákveða að loka Listdansskólanum án þess að hafa gert eitthvað til að tryggja það að listdanskennsla á framhaldskólaastigi sé tryggð, á sama tíma er Listaháskólinn að byrja í fyrsta skipti með Listadans á háskólastigi....hvar er lógígin í því ég bara spyr?????
AÝS

12:34 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home