mánudagur, júlí 17, 2006

Aðsendar greinar í Morgunblaðinu í dag

Einkennilegt safn af greinum í Mogganum í dag.
Blanda af augljósum sannindum og svo einkennilegum öfugmælum Dæmi:
"Davíð fór með fleipur" eftir Hrein Loftsson. Nokkuð síðbúin varnargrein um verð á vínberjum fyrir bolludagssprengjuna árið 2003.
"Guðni fór með rangt mál" eftir Þorgrím Gestsson og Margréti Sverrisdóttur um eitthvað sem hæstvirtur landbúnaðarráðherra sagði um Ríkisútvarpið
"Áfengisneysla ungmenna er að fyrirmynd fullorðinna" eftir Aðalstein Gunnarsson. Hmmmm.
Öfugmæli dagsins eru:"Heilbrigðir geðsjúklingar" eftir Elínu Ebbu Ásmundsdóttur og 'Framsóknarflokkurinn er náttúruverndarflokkur" eftir Jón Einarsson lögfræðing.

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home