laugardagur, júlí 15, 2006

Skuggi vindsins

Er í miðjum klíðum við að lesa bókina Skuggi vindsins eftir Carlos Ruiz Zafón. Vildi aðeins staldra við til að segja ykkur frá því að þessi bók er hreint snilldarverk. Ákaflega spennandi leit ungs drengs, Daniels, að upplýsingum um höfund óvenjulega sjaldgæfrar bókar sem kemur upp í hendurnar á honum. Bókin gerist í Barcelona undir lok fyrri hluta síðustu aldar í skugga spænsku borgarastyrjaldarinnar og litríkar persónur hjálpa Daniel þrátt gegnum ýmsa ógn og vofveiflega atburði. Vel skrifuð og skemmtileg þýðing Tómasar R. Einarssonar.

Það er í raun fáránlega stutt síðan Spánn var undir Franco. 1975. As a matter of fact, þá sáum við litlar styttur af Franco til sölu í leikfangabúð í nautabanasveitaþorpinu Ronda í Andalúsíu í vor. Vorum eina nótt í Ronda, gistum á fáránlega fínu hóteli sem var með lítinn bíósal þar sem við sátum tvö og horfðum á The Third Man með Orson Welles um kvöldið.

Semsagt: „Ertu á leið í fríið? Taktu Skugga vindsins með. Bókabúðin, Kópavogi“.

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home