þriðjudagur, júlí 18, 2006

Stimpilgjald

Nú erum við búin að borga af húsnæðislánunum í eitt ár. Við erum ekki ennþá búin að ná upp í stimpilgjaldið og lántökugjaldið. Geir H. Haarde heldur því fram að stimpilgjaldið sé skattur sem sé aðeins borgaður einu sinni. Það er rétt frá honum séð, stimpilgjaldið skilar sér til hans, en það er rangt frá sjónarhóli skattgreiðandans, því flestir eru 40 ár að borga stimpilgjaldið (1% af láninu) með vöxtum og verðbótum. Þegar þetta er skoðað, frá sjónarhóli okkar sem borgum þennan skatt, þá sést hversu fáránlega ósanngjarnt þetta er og vont fyrir þá sem eru að kaupa sér sína fyrstu íbúð.

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home